J-dagurinn vin­sæli, sem markar upp­haf sölu jóla­bjórs frá Tu­borg, verður haldinn há­tíð­legur í ár en verður sú breyting á að deginum verður flýtt um viku, og mun því ölið byrja að renna víðs­vegar á krám og veitinga­húsum þessa lands á slaginu 20:59 föstu­daginn 29. októ­ber. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Öl­gerðinni.

Þar segir að á­stæðan fyrir breyttri tíma­setningu sé sú að ÁTVR muni hefja sölu á jóla­bjór viku fyrr en tíðkast hefur, fimmtu­daginn 4. nóvember. Vill Öl­gerðin, dreifingar­aðili Tu­borg, því gefa veitinga mönnum kost á að hefja sölu nokkrum dögum fyrr, líkt og tíðkast hefur um ára­raðir.

Co­vid hefur leikið veitinga­geirann grátt undan­farin misseri og er það því von fram­leiðanda að hinir fjöl­mörgu að­dá­endur jóla­bjórsins frá Tu­borg taki for­skot á sæluna og fjöl­menni á sölu­staði og sýni þannig stuðning við greinina í verki.

Um J-daginn:

J-dagurinn er að danskri fyrir­mynd þar sem hann hefur verið haldinn há­tíð­legur fyrsta föstu­dag hvers nóvember­mánaðar, allt frá árinu 1981.

Markar dagurinn upp­haf sölu á jóla­bjórnum frá Tu­borg á öldur­húsum og veitinga­stöðum landsins og er öllu til tjaldað til að skapa sem eftir­minni­legasta upp­lifun fyrir gesti.

Jóla­bjórinn frá Tu­borg er lang vin­sælasti jóla­bjór landsins og hefur um ára­raðir skipað sér veg­legan sess í há­tíðar­haldi fjöl­margra bjór­unn­enda.