Álf­grímur Aðal­steins­son, lista­maður og á­hrifa­valdur á TikTok, hefur sent frá sér nýtt frum­samið jóla­lag í annað sinn á þessu misseri. Lagið heitir Há­tíð í hjarta og er hug­ljúf ballaða. Hann svarar nokkrum jóla­legum spurningum af þessu til­efni og minnir á að jólin þurfa ekki að vera full­komin. Álf­grímur syngur lagið og fær til liðs við sig fjölda hljóð­færa­leikara. Hann samdi lagið við texta föður síns Aðal­steins Ás­bergs Sigurðs­sonar.

Álf­grímur, eru fleiri jóla­lög á leiðinni?

„Ekki árinu sem er að líða því miður en með þessu á­fram­haldi verður maður kannski kominn með heila jóla­plötu eftir ein­hvern tíma.“

Ertu mikið jóla­barn?

„Ég var mikið jóla­barn. Sér­stak­lega þegar ég var á þeim aldri þar sem hver einasti maður sem vissi af til­vist manns gaf manni jóla­gjöf. Núna er ég í þessu skrítna milli­bils­á­standi þar sem ég er ekki lengur barn og það eru engin börn í nánustu fjöl­skyldunni, en þá er um að gera að skapa nýjar hefðir!“

Hvað er það há­tíð­legasta á jólum?

„Spari­st­ellið sem má ekki snerta nema um há­tíðirnar.“

Hver er besti jóla­maturinn?

„Klár­lega hangi­kjötið! Það er eini al­vöru jóla­maturinn.“

Hvaða jóla­siði heldur þú fast í?

„Að hlusta á jóla­plötu Borgar­dætra á repeat og að drekka heitt súkku­laði að morgni jóla­dags.“

Hvað er efst á jóla­óska­listanum?

„Um daginn datt mér í hug að DNA-próf hjá Ís­lenskri erfða­greiningu gæti verið frum­leg og skemmti­leg jóla­gjöf. Annars eru kerti og spil auð­vitað alltaf klassík.“

Hvað gefur þú mörgum jóla­gjöf?

„Ég gef fjöl­skyldunni minni gjafir og mínum nánustu vinum. Kannski í kringum tíu manns.“

Hvað þurfa allir að hafa í huga á að­ventunni?

„Að jólin geta verið jafn erfiður tími fyrir marga eins og hann getur verið góður fyrir aðra. Jólin þurfa líka ekki að vera full­komin.“