Jóhannes Damian Patreksson og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktir sem JóiPé og Króli, spiluðu í einkasamkvæmi hjá gjá­lífsmanninum Dan Bilzerian í gærkvöldi. Axel Magnús Kristjánsson birti mynd af tvíeykinu á Instagram ásamt Bilzerian sem má sjá hér að neðan.

Fjárhættuspilarinn Dan Bilzerian er þekktur fyrir hástemmdan lífsstíl og hefur verið kallaður „konungur Instagram“. Hann er með rúmlega 27 milljón fylgjendur á Instagram og deilir þar oft myndum af sjálfum sér með fáklæddum konum og rándýrum tækjum.

Einnig birtir hann oft myndir af ferðalögum sínum um allan heim, þar sem hann er yfirleitt um borð í snekkjum eða einkaflugvélum.

Bilzerian vakti gríðarlega mikla athygli þegar hann var staddur hér á landi í sumarfríi síðastliðinn júlí. Hann birti þónokkrar myndir af sér ásamt fáklæddum konum í íslenskri náttúru.

Nú virðist hann vera kominn aftur til Íslands en hann sást einnig í líkamsræktarstöð Hafþórs Júlíussonar á Dalvegi. Bilzerian birti myndbönd á Instagram „story“ þar sem hann sést æfa með nokkrum konum.

View this post on Instagram

swipe for a surprise

A post shared by Axel Magnús Kristjánsson (@axelmagnuss) on