Leikarinn Johnny Depp er sagður eiga í ástar­sam­bandi með einum af lög­mönnum sínum, Joelle Rich. Depp er 59 ára en Rich er 37 ára.

Rich var lög­maður leikarans þegar hann stefndi breska blaðinu The Sun en Depp endaði að vísu á að tapa málinu. Hún var svo við­stödd réttar­höldin í máli hans gegn Am­ber Head í Banda­ríkjunum fyrr á þessu ári en var þó ekki í lög­manna­t­eymi leikarans. Rich er bresk og bú­sett í London.

Us We­ekly greinir frá því að Depp og Rich hafi verið að hittast að undan­förnu og sambandið sé komið á nokkuð alvarlegt stig. Tíma­ritið Peop­le hefur sömu heimildir en heimildarmaður þess segir að sambandið sé þó ekki komið á það stig sem US Weekly lýsir. Rich var gift þegar þau hittust en stendur nú í skilnaði við eigin­mann sinn.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að Depp væri að hitta annan lög­fræðing, Camil­le Vasqu­ez. Camil­le þver­tók fyrir það og sagði frétta­flutninginn litast af karl­rembu. Þau hefðu verið vinir um langt skeið og flóknara væri það ekki.