Laun­morðinginn John Wick mætir aftur til leiks á hvíta tjaldið eftir ná­kvæm­lega tvö ár upp á dag en kvik­mynda­verið Lions­gate stað­festi í gær að myndin yrði fram­leidd og gaf jafn­framt út út­gáfu­daginn, sem er 21. maí 2021.

Þriðja myndin um kappann hefur reynst gífur­lega vin­sæl undan­farna daga og skákaði meðal annars Hefn­endunum ný­liðna helgi og er um þessar mundir vin­sælasta myndin í Banda­ríkjunum. Rakaði myndin inn 56 milljónum banda­ríkja­dollara um helgina.

Ekkert hefur verið gefið upp um sögu­þráð fjórðu myndarinnar en næsta víst er að Keanu Ree­ves muni mæta aftur til leiks í hlut­verki laun­morðingjans sem upp­runa­lega hefndi sín á öðrum kollegum sínum fyrir kald­rifjað morð á hundinum sínum.