Banda­ríski stór­leikarinn John Tra­volta er himin­lifandi yfir mögnuðum söng­hæfi­leikum dóttur sinnar, Ellu Bleu Tra­volta.

Ella birti mynd­band af sér í gær á Insta­gram og TikTok þar sem hún spilar á píanó og syngur með. Þar greinir hún frá því að hún stefni að út­gáfu plötu á næsta ári.

Þúsundir að­dá­enda væntan­legrar stjörnunnar hafa látið í ljós á­nægju sína með mynd­band Ellu enda um fjarska fal­legt lag um að ræða. Enginn er þó á­nægðari en faðir hennar.

„Ég er svo ein­stak­lega stoltur af þér Ella, þetta er yndis­legt,“ skrifar leikarinn og skrifar undir lokin: „Þinn hæst­á­nægði pabbi,“ og lætur hann fylgja með þrjú hjörtu.