Lífið

John Travolta og Hildur lyftu sér upp á 101 hóteli

Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni, hitti leikarann fræga á 101 hóteli í gær.

Hildur og Travolta virðast hafa verið nokkuð hress á 101 hóteli í gær.

Bandaríski stórleikarinn John Travolta er hér á landi. Travolta lenti hér í gær ásamt nokkuð stórum hópi fólks og gistir á 101 hóteli við Hverfisgötu í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, virðist hafa hitt leikarann fyrir, ef marka má Instagram-síðu flokksins:

Travolta hefur líklega komið hingað til lands á einkaþotu enda á hann nokkuð stóran flugflota. Hann er menntaður flugmaður og er að auki með flugbraut við heimili sitt í Bandaríkjunum. Hann er einn þekktasti leikari heims en komst fyrst í sviðsljósið í kringum árið 1975 þegar hann lék í Welcome Back, Kotter. Hann varð hins vegar frægastur eftir leik sinn í Saturday Night Fever og Grease árin 1977 og 1978. Þá hefur hann leikið í myndum á borð við Pulp Fiction, Swordfish og mörgu fleiru.

Áhugasamir geta séð flugvöllinn í bakgarðinum í myndbandinu hér fyrir neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Lífið

Drottningin í öllu sínu veldi

Lífið

Snillingar í að kjósa hvert annað

Auglýsing

Nýjast

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Auglýsing