Lífið

John Travolta og Hildur lyftu sér upp á 101 hóteli

Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni, hitti leikarann fræga á 101 hóteli í gær.

Hildur og Travolta virðast hafa verið nokkuð hress á 101 hóteli í gær.

Bandaríski stórleikarinn John Travolta er hér á landi. Travolta lenti hér í gær ásamt nokkuð stórum hópi fólks og gistir á 101 hóteli við Hverfisgötu í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, virðist hafa hitt leikarann fyrir, ef marka má Instagram-síðu flokksins:

Travolta hefur líklega komið hingað til lands á einkaþotu enda á hann nokkuð stóran flugflota. Hann er menntaður flugmaður og er að auki með flugbraut við heimili sitt í Bandaríkjunum. Hann er einn þekktasti leikari heims en komst fyrst í sviðsljósið í kringum árið 1975 þegar hann lék í Welcome Back, Kotter. Hann varð hins vegar frægastur eftir leik sinn í Saturday Night Fever og Grease árin 1977 og 1978. Þá hefur hann leikið í myndum á borð við Pulp Fiction, Swordfish og mörgu fleiru.

Áhugasamir geta séð flugvöllinn í bakgarðinum í myndbandinu hér fyrir neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hvítasunna

Hvers vegna höldum við hvíta­sunnu há­tíð­lega?

Lífið

„Þegar þú komst inn í líf mitt“

Lífið

Sala á jóla­­­tón­­leika hafin

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Konung­legt kampa­víns­boð í Reykja­vík: „Ekta royal“

Helgarblaðið

Skraut­dúfu­bóndi í Bú­staða­hverfi: „Tákn­mynd ástar“

Lífið

Faðir Meg­han: „Dóttir mín er fal­leg og hamingju­söm“

Kosningar 2018

Nýtur þess að skjóta gæsir og flat­maga í barna­pottinum

Lífið

Eru orðin hertogahjónin af Sussex

Lífið

Meghan borgaði brúðarkjólinn sjálf

Auglýsing