Hollywood stjarnan John Tra­volta deildi stuttu en fal­legu mynd­bandi á Insta­gram nú á dögunum þar sem má sjá hann dansa við dóttur sína, hina tuttugu ára gömlu Ellu Tra­volta. Er það gert í minningu eiginkonu hans og móður hennar, Kelly Preston.

Með mynd­bandinu skrifar kappinn að það hafi verið eitt af upp­á­halds upp­á­tækjum Kel­ly; að dansa við sig. Preston lést í síðasta mánuði eftir tveggja ára bar­áttu við brjósta­krabba­mein.

Hjónin höfðu verið gift í yfir 28 ár og hafa átt saman þrjú börn, þau Jett, Ellu og Benja­min. Jett Tra­volta lést árið 2009, þá einungis 16 ára gamall, þegar hann fékk flog í fríi fjöl­skyldunnar á Bahama­eyjum.