Breski leikarinn John C­leese, sem eitt sinn vann hug og hjörtu Ís­lendinga í aug­lýsingum fyrir Kaup­þing bankann, hefur nú verið sakaður um trans­fóbíu eftir að hafa komið rit­höfundinum J.K. Rowling til varnar á Twitter.

Rowling sætti mikilli gagnrýni í júní síðast­liðnum eftir að hún sagðist gjalda var­hug við réttinda­bar­áttu trans­fólks á kostnað kven­réttinda­bar­áttu. Var hún harð­lega gagn­rýnd í kjöl­farið en hún hefur í­trekað sagt að hún muni ekki skipta um skoðun.

Breski leikarinn skrifaði í septem­ber undir stuðnings­yfir­lýsingu við Rowling, að því er fram kemur í um­fjöllun Varie­ty um málið. Um helgina var hann spurður að því á Twitter hvort hann raun­veru­lega styðji sjónar­mið hennar.

„Ég er hræddur um að ég hafi ekki það mikinn á­huga á trans­fólki,“ svarar leikarinn. „Ég vona bara að þau séu hamingju­söm og að fólk komi vel fram við þau. Ein­mitt núna ein­beiti ég meira að ógnum við lýð­ræðið í Banda­ríkjunum, ó­heyri­legri spillingu í Bret­landi, hræði­legum breskum fjöl­miðlum og opin­berunum á lög­reglu­of­beldi....“

Þá var leikarinn spurður að því hvers vegna hann gæti ekki bara leyft fólki að vera það sjálft. Svaraði leikarinn þá: „Innst inni, vil ég vera kambódísk lög­reglu­kona. Er það leyfi­legt, eða er ég að vera of ó­raun­hæfur?“

Var honum í kjöl­farið bent á að skilningur hans á því hvað það felur í sér að vera trans risti grunnt. Viður­kenndi hann að svo sé en sagðist telja að kona sem eitt sinn hafi verið karl myndi hafa líkam­lega yfir­burði fram yfir konuna. „Sannar það fóbíu?“ spyr leikarinn þá.

Aðrir hafa blandað sér í um­ræðuna. Þar á meðal er Jon­a­t­han Van Ness, stjarna Qu­eer Eye þáttanna á Net­flix. Sakar hann leikariann um hel­bera fóbíu gagn­vart trans fólki og segir ljóst að hann hafi ein­mitt, mikinn á­huga á trans fólki.