Breski leikarinn John Cleese, sem eitt sinn vann hug og hjörtu Íslendinga í auglýsingum fyrir Kaupþing bankann, hefur nú verið sakaður um transfóbíu eftir að hafa komið rithöfundinum J.K. Rowling til varnar á Twitter.
Rowling sætti mikilli gagnrýni í júní síðastliðnum eftir að hún sagðist gjalda varhug við réttindabaráttu transfólks á kostnað kvenréttindabaráttu. Var hún harðlega gagnrýnd í kjölfarið en hún hefur ítrekað sagt að hún muni ekki skipta um skoðun.
Breski leikarinn skrifaði í september undir stuðningsyfirlýsingu við Rowling, að því er fram kemur í umfjöllun Variety um málið. Um helgina var hann spurður að því á Twitter hvort hann raunverulega styðji sjónarmið hennar.
„Ég er hræddur um að ég hafi ekki það mikinn áhuga á transfólki,“ svarar leikarinn. „Ég vona bara að þau séu hamingjusöm og að fólk komi vel fram við þau. Einmitt núna einbeiti ég meira að ógnum við lýðræðið í Bandaríkjunum, óheyrilegri spillingu í Bretlandi, hræðilegum breskum fjölmiðlum og opinberunum á lögregluofbeldi....“
Þá var leikarinn spurður að því hvers vegna hann gæti ekki bara leyft fólki að vera það sjálft. Svaraði leikarinn þá: „Innst inni, vil ég vera kambódísk lögreglukona. Er það leyfilegt, eða er ég að vera of óraunhæfur?“
Var honum í kjölfarið bent á að skilningur hans á því hvað það felur í sér að vera trans risti grunnt. Viðurkenndi hann að svo sé en sagðist telja að kona sem eitt sinn hafi verið karl myndi hafa líkamlega yfirburði fram yfir konuna. „Sannar það fóbíu?“ spyr leikarinn þá.
Aðrir hafa blandað sér í umræðuna. Þar á meðal er Jonathan Van Ness, stjarna Queer Eye þáttanna á Netflix. Sakar hann leikariann um helbera fóbíu gagnvart trans fólki og segir ljóst að hann hafi einmitt, mikinn áhuga á trans fólki.
I'm afraid I'm not that interested in trans folks
— John Cleese (@JohnCleese) November 22, 2020
I just hope they're happy and that people treat them kindly
Right now I'm more focussed on threats to democracy in America, the rampant corruption in the UK, the appalling British Press, the revelations about police brutality... https://t.co/y6l33FBQNL
Yes, my understanding is superficial
— John Cleese (@JohnCleese) November 22, 2020
One thing: When a woman who was once a man is competing against women who have always been women, I think she has an advantage, because she inherited a man's body, which is usually bigger and stronger than a woman's
Does that prove phobia? https://t.co/8x2H9zvstd
Instead of worrying about American democracy worry about the transphobia gripping the UK. Worry about the staggering inequality your country faces & keep LGBTQ issues out of your chapped ass lip having mouth unless you due to some miracle become an ally.
— Jonathan Van Ness (@jvn) November 22, 2020