Jóherrar Ró­hans úr Hringa­dróttins­sögu fá brátt sína eigin bíó­mynd. Frá þessu greinir Varie­ty en um verður að ræða teikni­mynd sem verður sam­vinnu­verk­efni New Line Cinema og Warner Bros Animation.

Anime leik­stjórinn Kenji Kami­yama mun leik­stýra myndinni en myndin mun bera heitið „The War of the Rohir­rim“ eða „Stríð Jóherranna.“ Segir að sögu­þráðurinn muni hverfast um Hamar Hjálms­hönd og byggingu hins fræga Hjálm­dýpis-virkis, þar sem fram fór ein stærsta orrustan í upp­runa­lega þrí­bálknum, í „Hringa­dróttins­sögu: Tveggja turna tal.“

Segir í frétt the Varie­ty að um verði að ræða for­leik að kvik­myndum Peter Jack­son, sem leik­stýrði Hringa­dróttins­þrí­leiknum sem og Hobbita­þrí­leiknum. Þá verður Philippa Boyens, hand­rits­höfundur „Hilmir snýr Heim“ sér­legur ráð­gjafi kvik­mynda­gerðar­mannanna.

„Þetta verður epísk saga úr heimi J.R.R Tolkien sem aldrei hefur verið sögð áður,“ er haft eftir Sam Register, for­stjóra Warner Brot­hers stúdíósins.