Jóhannes Haukur Jóhannes­son hefur blandað sér í hið mikla deilu­mál hvort fjar­lægja eigi lím­miða af Iittala-vörum eða leyfa þeim að vera.

„Þetta á að fara af. Alltaf,“ skrifaði Jó­hann­es Hauk­ur á In­sta­gram þar sem hann birti mynd af nokkr­um lím­miðum sem hann hafði fjar­lægt af Iittala-vörum á heimili hans og eigin­konu hans Rósu Bjarkar Sveins­dóttur.

Jóhannes Haukur birti þessa mynd á Insta­gram í gær.
Mynd/Instagram

„Sér­stak­lega ef þetta er á glösum, þá finnst mér þetta al­gjör­lega galið. Þetta er bara hluti af um­búðum, “ segir leikarinn í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann hafi fengið já­kvæð við­brögð við myndinni og ekki fengið yfir sig hol­skeflu reiði­s­pósta.

„Það voru bara nokkrir sem voru sam­mála mér. Ég held að fólkið sem vill hafa þessa lím­miða sé bara að skammast sín, rétti­lega,“ segir Jóhannes Haukur.

„Þetta er voða mikið bara að predika fyrir kórinn en þetta fólk er til sem vill hafa þetta á. Ég held að það sé meira bara mis­skilningur en hörð af­staða. Mis­skilningur og kjána­skapur jafn­vel.“

Hann segir þau hjón sam­­mála um að fjar­lægja eigi Iittala-lím­miðana og engar deilur á heimilinu. „Enda myndi ég enda þær deilur snar­­lega með að kroppa þetta bara af,“ segir Jóhannes Haukur að lokum.