Jóhannes Haukur Jóhannes­son, leikari, og Rósa Björk Sveins­dóttir, hag­fræðingur, hafa sett eign sína að Laugar­ás­vegi 5 í Reykja­vík á sölu en þetta má sjá á fast­eigna­vef Remax fast­eigna­sölunnar.

Jóhannes Haukur hefur haslað sér völl á al­þjóð­legum vett­vangi sem leikari að undan­förnu og meðal annars leikið í banda­rísku kvik­myndinni A­t­omic Blonde og Game of Thrones þáttunum.

Er um að ræða tæp­lega tvö­hundruð fer­metra eign með fimm svefn­her­bergjum þar sem Jóhannes og Rósa hafa komið sér upp fal­legu heimili á­samt börnunum sínum þremur. Auk þess er að finna stóran upp­hitaðan bíl­skúr með ný­legri bíl­skúrs­hurð með raf­magns­opnun og tröppur við inn­gang sem eru upp­hitaðar.

Þá eru tröppur við inn­gang upp­hitaðar en á neðri hæð hússins er að finna inn­réttaða stúdíó­í­búð sem til­valin til út­leigu, en þar er að finna eldunar­að­stöðu, sturtu og parket á gólfi.