Mynd­listar­maðurinn Jóhanna Þór­halls­dóttir opnar sýninguna Ástin er græn í Gallerí Göngum í Há­teigs­kirkju á morgun, fimmtu­dag 1. desember, klukkan 17.

„Yfir­skrift sýningarinnar, Ástin er græn, vísar í textann Mein­e Liebe ist Grün, ljóð eftir Felix Schumann sem Brahms samdi eftir­minni­legt lag við. Það ljóð hljómaði í huga mér þegar ég var að mála við Dón­ár­bakka í bænum Ybbs í Austur­ríki í haust og rímaði einkar vel við liti Dón­ár sem er með mörgum grænum tónum. Og hvað er ástin ein­mitt annað en græn og græðandi?“ segir Jóhanna um sýninguna.

Jóhanna er ný­komin frá Vínar­borg þar sem hún hlaut heiðurs­verð­laun í Ateli­er an der Donau fyrir mynd sína Mein­e Liebe ist Grün. Nokkrar myndanna sem sýndar verða voru málaðar í Austur­ríki undir á­hrifum þaðan. Þetta er tíunda einka­sýning Jóhönnu en fyrsta sýning hennar var í Anar­kíu lista­sal í Kópa­vogi 2014. Jóhanna lagði stund á mynd­listar­nám í Þýska­landi og lærði meðal annars hjá prófessor Markus Lüpertz.

Jóhanna Þórhallsdóttir myndlistarmaður.
Mynd/Aðsend