Tón­listar­konan Jóhanna Guð­rún Jóns­dóttir og kærasti hennar Ólafur Frið­rik Ólafs­son, hafa keypt fal­legt tveggja hæða par­hús í Ás­lands­hverfi í Hafnar­firði.

Smart­land greinir fyrst frá.

Frétta­blaðið fjallaði um húsið í sumar þegar það var sett á sölu. Eignin er um 278 fer­metra að stærð var á­sett verð 159,8 milljónir.

Efri hæð hússins er ein­stak­lega björt og rúm­góð með aukinni loft­hæð auk þess að vera út­sýni yfir Heið­mörk.

Lífið á Frétta­blaðinu óskar parinu til hamingju með eignina.