Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er gengin út. Sá heppni heitir Ólafur Friðrik Ólafsson og voru þau kærustupar árið 2008, í tvö ár.

Jóhanna var áður gift gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni og eiga þau saman tvö börn. Þau gengu í hjónaband í Garðakirkju árið 2018. Síðastliðin ár hafa þau unnið náið saman og hafa meðal annars stjórnað barnakór Vídalínskirkju, ásamt því að hafa komið fram á hinum ýmsu viðburðum.

Ólafur fór með henni til Moskvu þegar hún keppti í Eurovision árið 2009.
Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik virtust skemmta sér í návist hvors annars í brúðkaupi.
Mynd/Skjáskot

Jóhanna Guðrún hefur um margra ára skeið verið ein vinsælasta söngkona landsins og tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Náði hún öðru sætinu í eftirminnilegri Eurovion-keppni árið 2009 með lagið Is it true.

Nýtt jólalag hennar kom út í dag, Ætla ekki að eyða þeim ein og er lag og texta saminn af Ásgeiri Orra Ásgeirsson sem sá einnig um upptökustjórn.

Í nóvember í fyrra gaf Jóhanna út plötuna, Jól með Jóhönnu og var tíu laga plata og naut mikilla vinsælda. Á plötunni eru tíu lög. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm eru tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.

Lagið Ætla ekki að eyða þeim ein má heyra hér að neðan, Spotify.