Tón­listar­konan Jóhanna Guð­rún Jóns­dóttir og kærasti hennar, Ólafur Frið­rik Ólafs­son, eignuðust dóttur þann 23. apríl síðast­liðinn. Jóhanna Guð­rún birti fal­legar myndir af stúlkunni á Face­book-síðu sinni í gær.

„Litla drottningin mætti með hraði 23 apríl,“ sagði Jóhanna Guð­rún og bætti við að fjöl­skyldan væri í skýjunum með hana, enda full­komin í alla staði.

„Ég er heppin kona, þótt ég sé stundum smá þreytt,“ segir hún.