Jóhanna Guð­rún mun stíga á svið með sjálfum Andrea Bocelli í Kórnum á tón­leikunum hans þann 27. nóvember. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Senu.

Eins og allir vita er Jóhanna Guð­rún ein þekktasta og virtasta söng­kona Ís­lands og það var Bocelli sjálfur sem valdi hana til að taka með sér lagið í Kórnum í næsta mánuði.

„Þetta er mikill heiður enda er Bocelli einn allra besti söngvari heims og ég get ekki beðið eftir að fá að taka lagið með honum,“ segir Jóhanna Guð­rún.

Eins og áður hefur komið fram er það stað­fest að tón­leikarnir geta loksins farið fram 27. nóvember. Og miðað við nýjustu fréttir má búast við því að þegar tón­leikarnir fari fram verði engar hömlur til staðar.

Á­samt Bocelli og Jóhönnu Guð­rúnu kemur fram 70 manna sin­fóníu­hljóm­sveit frá Sin­foniaNord og kór frá Söng­sveitinni Fíla­hormóníu.

Sena segist lofa ó­gleyman­legu kvöldi í Kórnum 27. nóvember. Hér verður um að ræða fyrstu stór­tón­leikana á Ís­landi að ræða eftir að far­aldurinn skall á þá er um stóra stund að ræða fyrir Ís­land.

Upp­selt er í verð­svæði 2 og fáir miðar eru eftir í hinum fimm verð­svæðunum, en miðarnir kosta frá 12.990 kr.