Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir, eða Jói og Hófý, eins og þau eru alla jafna kölluð, létu pússa sig saman á Spáni 16.júní síðastliðinn.

Brúðkaupið var haldið á fimm stjörnu hóteli, La Finca Resort, sem er á Alicante-svæðinu.

Vinir og vandamenn komu og fögnuðu með hjónunum, þar á meðal voru nú- og fyrrverandi knattspyrnumenn, Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Theodór Elmar Bjarnson.

Af myndum að dæma áttu þau gleðilegan dag og fengu meðal annars íslenska skemmtikrafta til að halda uppi fjörinu.

Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm var veislustjóri í brúðkaupinu. Þá flugu tónlistarmennirnir Emmsjé Gauti, Herra hnetusmjör og Eyjólfur Kristjánsson út til að syngja í veislunni.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot