Fótboltakappinn Jóhann Berg Guðmundsson bætist í hóp landsliðsmanna sem hyggjast búa á Arnarnesi en hann og unnusta hans, Hólmfríður Björnsdóttir, festu nýlega kaup á glæsilegu einbýlishúsi á Tjaldanesi.

Nýlega keyptu hjón­in Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir og Gylfi Þór Sig­urðsson á lóð við sjóinn á Arn­ar­nesi svo liðsfélagarnir verða því nágrannar.

Eignina fengu Jóhann og Hólmfríður á 237 milljónir króna en fasteignamatið er tæplega 115 milljónir. Um er að ræða 335 fermetra einbýlishús á á tveimur hæðum að meðtöldum 45 fermetra tvöföldum bílskúr á vel stæðri eignarlóð á Arnarnesinu.

Húsið hefur verið mjög vel viðhaldið og nokkuð endurnýjað í gegnum árin og er í góðu ástandi að innan og utan. Húsið var byggt árið 1973 og bjó Matthías Bjarnason í því til ársins 2003 en hann gegndi nokkrum ráðherrastöðum í gegnum tíðina.

Um er að ræða reisulegt hús.