Lífið

Þerapisti lofar klikkuðu ABBA-stuði í söng­bíói

Þerapistinn Guð­björg Ósk Frið­riks­dóttir spáir „kikkaðri stemningu“ og frá­bæru fjöri á svo­kallaðri „sing-along“ sýningu á Mamma Mia! Here We Go Again annað kvöld.

Guðbjörg Ósk verður í klikkuðu ABBA-stuði í Laugarásbíói annað kvöld þar sem hún ætlar að leiða bíógesti í söng og dansi á Mamma Mia-sýningu.

Þerapistinn og lífstílshönnuðurinn Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir heillaðist svo af ABBA-bíómyndinni Mamma Mia! fyrir tíu árum að hún fékk stjórnendur Laugarásbíós til þess að standa fyrir svokallaðari „sing-along“-sýningu þar sem áhorfendum bauðst að syngja og dansa með lögunum í myndinni.

Hugmyndin sló hressilega í gegn og annað kvöld endurtekur hún leikinn í Laugarásbíói. „Miðað við hvernig þetta var fyrir tíu árum má búast við miklu fjöri,“ segir Guðbjörg Ósk í samtali við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Bíódómur: Hlátur og grátur á ljúfsárri B-hlið

„Eftir að ég sá Mamma Mia í bíó fyrir tíu árum þá skellti ég mér inn á skrifstofu til strákanna í Laugarásbíó og spurði hvort við gætum verið með eina „sing a long“ sýningu.

Þeir höfðu nú ekki mikla trú á því þá og sögðu að Íslendingar væru ekkert að syngja í bíó en ég átti voðalega erfitt með að gefa mig og á endanum samþykktu þeir eina sýningu fyrir tæplega 400 manns en við enduðum með tíu sýningar í stóra salnum í Háskólabíói og það seldist alltaf upp á þær eins og skot.“ 

ABBA-hópurinn dældi út grípandi og dansvænum lögum á sínum tíma og þau standast svo sannarlega tímans tönn. Fréttablaðið/Getty

„Rosalegt fjör“

„Það var klikkuð stemning og alveg rosalegt fjör. Heilu fjölskyldurnar og fyrirtækin mættu það bara sungu og dönsuðu allir í bíó. Ég held að það verði ekki minni stemning núna enda kunnum við þetta.“

Guðbjörg Ósk segir einhvern óræðan galdur fólginn í gömlu ABBA-lögunum og þau grípi enn. „Þetta eru rosalega góð lög og þetta kom mér sjálfri á óvart enda var ég ekki ABBA-aðdáandi þegar ég var yngri þótt þetta sé alveg mín kynslóð. Mér brá bara þegar ég áttaði mig á að samt kunni ég öll lögin þegar ég sá Mamma Mia fyrst,“ segir hún og hlær.

„Þetta var svo skemmtilegt fyrir tíu árum en þá mætti fólk bara með 4-5 ára börn sem sungu með og það gerðu ömmur og afar líka þannig að ég varð bara alveg steinhissa.“

„Allar kynslóðir virðast hafa gaman að þessum lögum og svo eru báðar myndirnar bara svo dásamlegar; litadýrðin, sjórinn, gleðin og hamingjan. Þótt það sé eitthvað sorglegt í þeim báðum þá er eitthvað við þær sem hrífur mann alveg.“

Alveg til í tíu umferðir

Ég fór á frumsýningu á Mamma Mia Here We Go Again núna og ég hlakka bara til að fara aftur svona um það bil tíu sinnum og syngja í bíó. Þetta er bara rosalega gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Guðbjörg Ósk í ABBA-stuði.

Fyrir tíu árum ætluðu Guðbjörg Ósk og félagar hennar að tryggja fjörið á sýningunum með því að leiða áhorfendur í söng og dansi en þurftu ekki að hafa mikið fyrir því.

„Við höfum alltaf verið svona kannski tíu manna hópur sem komum okkur fyrir í miðjum salnum tilbúin til að rífa fólk á fætur en þess þurfti bara aldrei. Það risu allir upp um leið og lögin byrjuðu og sungu hátt og skýrt.

Við ætlum að vera í Laugarásbíói núna og þar er gott svigrúm og pláss til að dansa og þvílíkt hljómkerfi þannig að ég hlakka bara svakalega til,“ segir Guðbjörg Ósk sem byrjar gleðina í Laugarásbíói annað kvöld klukkan 19.30.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Bíó­dómur: Hlátur og grátur á ljúf­sárri B-hlið

Lífið

Söngdívan Cher smellpassar í ABBA gallann

Fólk

Úr Downton Abbey í Mamma Mia

Auglýsing

Nýjast

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Auglýsing