Misjafnt er hvaða hreyfing hentar fólki. Þeir sem eru undir álagi ættu að horfa til jóga-íþróttarinnar. Jóga dregur úr streitu og fólk sem stundar það sefur betur. Auk þess getur jóga stuðlað að aukinni sjálfsstyrkingu og dregið úr kvíða. Þá eru ótalin atriði eins og góð líkamsstaða, rétt öndun og hugleiðsla. Allt fylgir þetta þeim sem stunda jóga reglulega. Þeir sem finna fyrir stressi ættu að huga að þessari líkamsrækt frekar en annarri því það gæti aukið framleiðni í hinu daglega lífi. Jóga er þar utan gott fyrir núvitund og einbeitingu.

Hér eru nokkrar leiðir sem draga úr streitu með jóga:

  1. Þú neyðist til að vera til staðar í núinu.
  2. Þú færð sterkari tengsl við líkama og sál.
  3. Þú lærir að anda rétt sem getur hjálpað mikið þegar fólk er stressað.
  4. Margar jógastellingar hjálpa líkamanum að slaka á og vöðvar fá ákveðna hvíld.
  5. Jógaæfingar er hægt að gera heima, í vinnu, á flugi og hvar sem maður er staddur.

Það eru til nokkrar tegundir af jóga. Mörgum finnst gott að fara í heitt jóga á meðan aðrir velja rope-jóga eða annars konar tíma. Þegar fólk byrjar fyrst í jóga ætti það að velja byrjendanámskeið í grunnjóga. Síðan er hægt að þróa með sér ýmsa tækni og prófa nýjungar. Jóga hefur verið iðkað í þúsundir ára til að gefa fólki andlegan og líkamlegan styrk. Sömuleiðis getur jóga losað um spennu í kjálka, hálsi, herðum og mjöðmum.

Ekki þarf að stunda jóga á hverjum degi til að ná árangri. Þegar fólk fer að stunda jóga reglulega breytir það um leið venjulegu fasi, til dæmis dregur fólk djúpt andann hvar sem það er statt sem er mjög hollt og gott. Hugleiðsla er hluti af jóga sem fólk fer að gera óaðvitandi og losar þar með um líkamlega spennu og róar hugann.