Rapparinn og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson eða Joey Christ eins og hann er betur þekktur og unnusta hans, jarðfræðingurinn Alma Gytha Huntingdon-Williams eiga von á litlum dreng í næsta mánuði.

Parið hefur lítið láta fara fyrir óléttunni fyrr en nú en Jóhann deildi fallegri mynd af parinu á Instagram í kvöld. „Mánuður í að litli homie mæti á svæðið 👨‍👩‍👦"

Parið trúlofaði sig í Frakklandi árið 2018.

Jóhann Kristófer er best þekktur fyrir að hafa gefið út tónlist undir nafninu Joey Christ. Hann hefur einnig komið að stofnun útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101, leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði, leikstýrt tónlistarmyndböndum og sviðsuppfærslum, svo eitthvað sé nefnt. Plata Jóhanns, Joey, var valin plata ársins í rappflokki á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2018 auk þess sem lagið Joey Cypher var valið rapplag ársins.