Tón­listar­maðurinn og út­varps­maðurinn Joey Christ, eða Jóhann Kristófer Stefáns­son, birti í kvöld mynd af ný­fæddum syni hans og unnustu hans, Ölmu Gythu Huntingdon-Willi­ams

Við myndina skrifar Jóhann „Litli King“ og dag­setningu 4. desember 2020. Gera má ráð fyrir að það sé fæðingar­dagur drengsins sem klæðist fal­legu prjónuðu grænu setti og er ansi sposkur á svip.

Frétta­blaðið óskar þeim Ölmu og Jóhanni til hamingju með strákinn.

Mynd af drengnum má sjá hér að neðan.

Parið greindi aðeins frá óléttunni við lok októbermánaðar en þau hafa verið saman í nokkur ár.