Lífið

Joe Mangani­ello segir frá Ís­lands­heim­sókn

Joe Manganiello segir frá Íslandsheimsókn sinni í þætti Jimmy Fallon.

Skjáskot af viðtalinu, þar glittir í mynd af Manganiello í ísklifri

Leikarinn Joe Manganiello var gestur í þætti Jimmy Fallon í vikunni og sagði þar frá sex daga heimsókn sinni til Íslands. 

Manganiello var hér á Íslandi í svokallaðri ævintýraferð í sex daga. Hann hjólaði um landið, fór í kajaksiglingu, skoðaði jökla og fór í ísklifur. 

Í viðtalinu sýndi hann meðal annars myndir frá kajaksiglingunni sinni og ísklifrinu. 

Hann talar einnig um það í viðtalinu að hann hafi verið ævintýragjarn frá því að hann var barn og hvenær hann gerði sér grein fyrir því að hann vildi giftast núverandi eiginkonu sinni, Sofia Vergara. 

Viðtalið er hægt að horfa á hér að neðan. 

Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var með Manganiello í för á ferðalagi hans og tók myndirnar sem hann sýndi í þætti Fallon. Þær má einnig sjá hér að neðan.

Hér hjólar Manganiello í Eldhrauni Sigtryggur Ari Jóhannsson
Ísklifur í Vatnajökli Sigtryggur Ari Jóhannsson
Kajaksigling í Jökulsárlóni Sigtryggur Ari Jóhannsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Saga sem er eins og lífið sjálft

Menning

Ástir og ör­lög taka völdin hjá Barokk­bandinu Brák

Lífið

Ópera fyrir börn um tíma og plast

Auglýsing

Nýjast

Aftur til framtíðar

Maður verður að vera sæmilegur til samviskunnar

Ópera um alla Reykjavík

Rannsakar eigin rödd betur

And­stæðurnar spennandi – að elska og hata á sama tíma

Skrásetur stundir í Kling og Bang

Auglýsing