Lífið

Joe Mangani­ello segir frá Ís­lands­heim­sókn

Joe Manganiello segir frá Íslandsheimsókn sinni í þætti Jimmy Fallon.

Skjáskot af viðtalinu, þar glittir í mynd af Manganiello í ísklifri

Leikarinn Joe Manganiello var gestur í þætti Jimmy Fallon í vikunni og sagði þar frá sex daga heimsókn sinni til Íslands. 

Manganiello var hér á Íslandi í svokallaðri ævintýraferð í sex daga. Hann hjólaði um landið, fór í kajaksiglingu, skoðaði jökla og fór í ísklifur. 

Í viðtalinu sýndi hann meðal annars myndir frá kajaksiglingunni sinni og ísklifrinu. 

Hann talar einnig um það í viðtalinu að hann hafi verið ævintýragjarn frá því að hann var barn og hvenær hann gerði sér grein fyrir því að hann vildi giftast núverandi eiginkonu sinni, Sofia Vergara. 

Viðtalið er hægt að horfa á hér að neðan. 

Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var með Manganiello í för á ferðalagi hans og tók myndirnar sem hann sýndi í þætti Fallon. Þær má einnig sjá hér að neðan.

Hér hjólar Manganiello í Eldhrauni Sigtryggur Ari Jóhannsson
Ísklifur í Vatnajökli Sigtryggur Ari Jóhannsson
Kajaksigling í Jökulsárlóni Sigtryggur Ari Jóhannsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ók George í skólann daginn eftir fæðingu

Lífið

Verðandi mág­kona Meg­han hand­tekin

Lífið

Rúss­neskur hakkari yfir­tók Insta­gram Óttars Norð­fjörð

Auglýsing

Nýjast

Gestir hvattir til að mæta tíman­lega

Segir George hafa framið sjálfsmorð

Frá Cannes í heilt maraþon í Reykjavík

Vilja fá alla með í Druslugönguna

Guns N' Roses í Svíþjóð: „Þeir voru stór­kost­legir“

Georg prúð­búinn á fimm ára af­mælis­deginum

Auglýsing