Lífið

Joe Mangani­ello segir frá Ís­lands­heim­sókn

Joe Manganiello segir frá Íslandsheimsókn sinni í þætti Jimmy Fallon.

Skjáskot af viðtalinu, þar glittir í mynd af Manganiello í ísklifri

Leikarinn Joe Manganiello var gestur í þætti Jimmy Fallon í vikunni og sagði þar frá sex daga heimsókn sinni til Íslands. 

Manganiello var hér á Íslandi í svokallaðri ævintýraferð í sex daga. Hann hjólaði um landið, fór í kajaksiglingu, skoðaði jökla og fór í ísklifur. 

Í viðtalinu sýndi hann meðal annars myndir frá kajaksiglingunni sinni og ísklifrinu. 

Hann talar einnig um það í viðtalinu að hann hafi verið ævintýragjarn frá því að hann var barn og hvenær hann gerði sér grein fyrir því að hann vildi giftast núverandi eiginkonu sinni, Sofia Vergara. 

Viðtalið er hægt að horfa á hér að neðan. 

Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var með Manganiello í för á ferðalagi hans og tók myndirnar sem hann sýndi í þætti Fallon. Þær má einnig sjá hér að neðan.

Hér hjólar Manganiello í Eldhrauni Sigtryggur Ari Jóhannsson
Ísklifur í Vatnajökli Sigtryggur Ari Jóhannsson
Kajaksigling í Jökulsárlóni Sigtryggur Ari Jóhannsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing