Jó­dís Skúla­dóttir, þing­maður VG, á von á sínu fimmta barni. Hún greindi frá fregnunum á Face­book og skrifaði:

„Lífið er svo mikið ævin­týri og stundum fullt af von­brigðum en stundum fullt af ást. Hjarta fimma móður sinnar er á leiðinni í lok nóvember. Langt ferða­lag sem hefur tekið á sig ýmsar myndir og ó­væntar u-beyjur en minn ein­lægasti draumur er að rætast.“

Jó­dís er 44 ára gömul og fjögur börn úr fyrri sam­böndum. Þau Alex Skúla (f. 1992), Magnús Bjart (f. 2007), Eld­ey Örnu (f. 2011) og Ás­grím Ara (f. 2016).

Jó­dís hefur setið sem al­þingis­maður Norð­austur­kjör­dæmis fyrir VG síðan 2021 er einnig sjö­tti vara­for­seti Al­þingis.

Jódís greindi frá fréttunum á Facebook í gær.
Skjáskot/Facebook