Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster spókaði sig í dag um á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri. Vegfarendur sem Fréttablaðið ræddi við sögðu hana virðast hafa verið alsæla, enda veðrið gott.
Foster hefur undanfarna mánuði verið hér á landi við tökur á bandarísk spennuþáttunum True Detective. Leikkonan hefur undanfarna daga verið við tökur á Dalvík sem búið er að breyta í bandarískan smábæ í Alaska.
Ljóst er að leikkonan hefur fengið kærkomið frí frá tökum, að minnsta kosti nú síðdegis því hún naut lífsins á skíðum, á einum besta stað landsins.
Foster hefur verið dugleg að nýta sér það að vera á Íslandi og meðal annars skellt sér í bíó í Bíó Paradís svo fátt eitt sé nefnt.