Banda­ríska stór­leik­konan Jodi­e Foster spókaði sig í dag um á skíðum í Hlíðar­fjalli á Akur­eyri. Veg­far­endur sem Frétta­blaðið ræddi við sögðu hana virðast hafa verið al­sæla, enda veðrið gott.

Foster hefur undan­farna mánuði verið hér á landi við tökur á banda­rísk spennu­þáttunum True Detecti­ve. Leik­konan hefur undan­farna daga verið við tökur á Dal­vík sem búið er að breyta í banda­rískan smá­bæ í Alaska.

Ljóst er að leik­konan hefur fengið kær­komið frí frá tökum, að minnsta kosti nú síð­degis því hún naut lífsins á skíðum, á einum besta stað landsins.

Foster hefur verið dug­leg að nýta sér það að vera á Ís­landi og meðal annars skellt sér í bíó í Bíó Para­dís svo fátt eitt sé nefnt.