Spjall­þátta­stjórnandinn Jimmy Fall­on hlustaði í gær á ís­lensku-ind­versku tón­listar­konuna Leoncie sem flestir ættu að kannast við og þá gerði hann jafn­framt heiðar­lega til­raun til að syngja lagið hennar, „Man! Lets Have Fun.“ Dag­skrár­liðurinn var hluti af þættinum þar sem Fall­on hlustar á það sem þykja skrítin lög.

„Ég lofa ykkur því að allir lista­mennirnir sem við erum að fara að hlusta á eru raun­veru­legir,“ segir spjall­þátta­stjórnandinn í upp­hafi klippunnar. Hann byrjaði á að kynna Leoncie og plötuna hennar „Invisi­ble Girl.“

„Beyoncé?“ spurði Ste­ve Higgins, að­stoðar­maður Fall­on sem gjarnan situr vaktirnar með honum í þættinum. „Á­huga­verð spurning en nei, Leoncie og þessi lög eru einka­rétta­varin,“ svaraði spjall­þátta­stjórnandinn honum þá og gerði heiðar­lega til­raun til að syngja lagið.