Þátta­stjórnandinn Jimmy Fall­on er ekki dáinn og hann vil að fólk viti það, en á sam­fé­lags­miðlinum Twitter gengur myllu­merkið #RIPJimm­y­Fall­on á milli manna.

FJöldi notenda á Twitter hófu að birta myndir af öðru fólki með myllumerkinu #RIPJimm­y­Fall­on, meðal annars af spjall­þátta­stjórnandanum James Cor­d­en. Þetta hefur þetta ruglað marga notendur á Twitter í ríminu, enda er Fallon ekki látinn.

Nú hefur Fall­on biðlað til eig­anda Twitter, auð­mannsins Elon Musk um að stíga inn og leysa þennan misskilning, en skiljan­lega vill hann ekki að fólk haldi að hann sé genginn yfir móðuna miklu.

„Elon geturu lagað þetta?“ skrifaði Fall­on á Twitter, en Musk hefur ekki enn svarað beiðninni.