Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon er ekki dáinn og hann vil að fólk viti það, en á samfélagsmiðlinum Twitter gengur myllumerkið #RIPJimmyFallon á milli manna.
FJöldi notenda á Twitter hófu að birta myndir af öðru fólki með myllumerkinu #RIPJimmyFallon, meðal annars af spjallþáttastjórnandanum James Corden. Þetta hefur þetta ruglað marga notendur á Twitter í ríminu, enda er Fallon ekki látinn.
Gone but not forgotten. Rest easy king 🕊🥀
— Eclipse Shade🍥 (@EclipseShade69) November 16, 2022
Sept 19, 1974-Nov 15, 2022 #RIPJimmyFallon pic.twitter.com/3HG2HkNSV8
Nú hefur Fallon biðlað til eiganda Twitter, auðmannsins Elon Musk um að stíga inn og leysa þennan misskilning, en skiljanlega vill hann ekki að fólk haldi að hann sé genginn yfir móðuna miklu.
„Elon geturu lagað þetta?“ skrifaði Fallon á Twitter, en Musk hefur ekki enn svarað beiðninni.
Elon, can you fix this? #RIPJimmyFallon
— Jimmy Fallon (@jimmyfallon) November 16, 2022