Lífið

Jim Car­rey: „Við þurfum að segja já við sósíal­isma“

Kanadíski gaman­eleikarinn Jim Car­rey blandaði sér í pólitíska um­ræðu í spjall­þætti Bills Maher. Segir að fólk eigi að segja „já“ við sósíal­isma og hætta öllum af­sökunum þegar kemur að merkingu hug­taksins.

Jim Carrey segir fólki að hætta öllum afsökunum og segja einfaldlega „já“ við sósíalismanum. Fréttablaðið/Getty

Kanadíski gaman­leikarinn Jim Car­rey hefur undan­farið látið mikið að sér kveða á sviði pólítískrar um­ræðu. Til að mynda hóf hann að gefa út pólitískar teikni­mynda­sögur í ágúst 2017 þar sem hann teiknar meðal annars vægast sagt beittar myndir af Donald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Um helgina var hann gestur í spjallþætti Bill Maher þar sem Demó­krata­flokkurinn og Repúblikana­flokkurinn bárust í tal. Talaði Maher um stimpilinn sem Demó­kratar hefðu fengið á sig að undan­förnu um að stefna þeirra stefndi í að verða sósíalísk. Stimpillinn hefði í augum margra nei­kvæða merkingu og væri auð­velt að nota það í um­ræðu gegn flokknum.

Sagði Maher Demó­krata þurfa að leita leiða til þess að koma í veg fyrir nei­kvæða merkingu orðsins. Það gengi ekki upp að á­herslum flokksins væri líkt við þeirra sem stjórn­völd í til dæmis Venesúela hafa til­einkað sér. Þar býr al­menningur við afar bág kjör og þykir Nicolás Maduro forseti og hans stjórn ekki hafa gert nærri því nóg til að tryggja lífs­gæði fólksins í landinu.

Car­rey lagði þá orð í belg og sagði það ekki eiga að skipta máli. „Við þurfum bara að segja já við sósíal­ismanum – merkingu orðsins og öllu sem hug­takinu við­kemur. Við þurfum að hætta að biðjast sí­fellt af­sökunar,“ sagði Car­rey.

Segja má að nokkurs konar alda eigi sér stað um þessar mundir innan Demó­krata­flokksins þar sem rót­tækari fram­bjóð­endur hljóta brautar­gengi, oft á kostnað em­bættis­manna sem setið hafa til lengri tíma. Sér­fræðingar vilja meina að það sé einkum vegna þess að Donald Trump var kjörinn for­seti árið 2016 en á sama tíma vakti Berni­e Sanders, öldunga­deildar­þing­maðurinn frá Ver­mont, mikla at­hygli fyrir vask­lega fram­göngu í gagn­rýni sinn á Trump og Repúblikana.

Hér má síðan sjá nokkrar af pólitískum teikningum gamanleikarans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Auglýsing

Nýjast

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Áhrifarík meðferð við leggangaþurrki

Auglýsing