Lífið

Jim Car­rey: „Við þurfum að segja já við sósíal­isma“

Kanadíski gaman­eleikarinn Jim Car­rey blandaði sér í pólitíska um­ræðu í spjall­þætti Bills Maher. Segir að fólk eigi að segja „já“ við sósíal­isma og hætta öllum af­sökunum þegar kemur að merkingu hug­taksins.

Jim Carrey segir fólki að hætta öllum afsökunum og segja einfaldlega „já“ við sósíalismanum. Fréttablaðið/Getty

Kanadíski gaman­leikarinn Jim Car­rey hefur undan­farið látið mikið að sér kveða á sviði pólítískrar um­ræðu. Til að mynda hóf hann að gefa út pólitískar teikni­mynda­sögur í ágúst 2017 þar sem hann teiknar meðal annars vægast sagt beittar myndir af Donald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Um helgina var hann gestur í spjallþætti Bill Maher þar sem Demó­krata­flokkurinn og Repúblikana­flokkurinn bárust í tal. Talaði Maher um stimpilinn sem Demó­kratar hefðu fengið á sig að undan­förnu um að stefna þeirra stefndi í að verða sósíalísk. Stimpillinn hefði í augum margra nei­kvæða merkingu og væri auð­velt að nota það í um­ræðu gegn flokknum.

Sagði Maher Demó­krata þurfa að leita leiða til þess að koma í veg fyrir nei­kvæða merkingu orðsins. Það gengi ekki upp að á­herslum flokksins væri líkt við þeirra sem stjórn­völd í til dæmis Venesúela hafa til­einkað sér. Þar býr al­menningur við afar bág kjör og þykir Nicolás Maduro forseti og hans stjórn ekki hafa gert nærri því nóg til að tryggja lífs­gæði fólksins í landinu.

Car­rey lagði þá orð í belg og sagði það ekki eiga að skipta máli. „Við þurfum bara að segja já við sósíal­ismanum – merkingu orðsins og öllu sem hug­takinu við­kemur. Við þurfum að hætta að biðjast sí­fellt af­sökunar,“ sagði Car­rey.

Segja má að nokkurs konar alda eigi sér stað um þessar mundir innan Demó­krata­flokksins þar sem rót­tækari fram­bjóð­endur hljóta brautar­gengi, oft á kostnað em­bættis­manna sem setið hafa til lengri tíma. Sér­fræðingar vilja meina að það sé einkum vegna þess að Donald Trump var kjörinn for­seti árið 2016 en á sama tíma vakti Berni­e Sanders, öldunga­deildar­þing­maðurinn frá Ver­mont, mikla at­hygli fyrir vask­lega fram­göngu í gagn­rýni sinn á Trump og Repúblikana.

Hér má síðan sjá nokkrar af pólitískum teikningum gamanleikarans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing