Leikarinn geðþekki Jim Carrey hefur sett tæplega 1.200 fermetra glæsivillu sína í Los Angeles á sölu. Carrey keypti eignina árið 1994 fyrir 3,8 milljónir Bandaríkjadala en hún er nú til sölu fyrir 28,9 milljónir dollara, rúma fjóra milljarða króna.
Í samtali við New York Post segir Carrey, sem er orðinn 61 árs, að nú sé kominn tími á breytingar og þá bendir hann á þá staðreynd að hann eyði tiltölulega litlum tíma heima hjá sér.
Carrey keypti villuna rétt áður en hann sló rækilega í gegn í myndinni Ace Ventura: Pet Detective, en segja má að myndin hafi komið honum á kortið. Í kjölfarið fylgdu gamanmyndir á borð við The Mask, Dumb and Dumber og The Cable Guy svo nokkrar séu nefndar.

Sotheby’s International Realty

Sotheby’s International Realty

Sotheby’s International Realty