Banda­rísku grín­leikararnir Jim Car­rey og Alec Baldwin komu, sáu og sigruðu í banda­ríska grín­þættinum Satur­day Night Live í gær­kvöldi. Trump og Biden héldu sitt hvorn fjölda­fundinn í vikunni og ó­hætt er að segja að Car­rey og Baldwin hafi náð þeim vel.

Þeir brugðu sér í gamal­kunnug hlut­verk sem for­seta­fram­bjóð­endurnir Joe Biden og Donald Trump. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leikararnir reyna fyrir sér í þessum hlut­verkum en síðast gerðu þeir stólpa­grín að kapp­ræðum Biden og Trump.

„Ertu til­búinn í lauf­léttar spurningar frá fólki sem er nú þegar að fara að kjósa þig?“ spurði þátta­stjórnandinn meðal annars út­gáfu Jim Car­rey af Joe Biden. Sjón er svo sannar­lega sögu ríkari.