Kærustu­parið Jessi­e J og Channing Tatum eru stödd í mið­bæ Reykja­víkur en þau sáust á búðar­rápi á Banka­strætinu eins og má sjá á með­fylgjandi mynd. Kíkti parið meðal annars í 66 Norður, Stellu og Cintamani áður en það trítlaði niður strætið.

Vart þarf að kynna þetta heims­fræga par en Jessi­e J er tón­listar­kona sem tvisvar hefur haldið tón­leika á Ís­landi og er aug­ljós­lega Ís­lands­vinur mikill. Channing Tatum er leikari og dansari og gerði garðinn frægann í myndum eins og 21 Jump Street og Magic Mike 1 og 2 en báðar eru síðar­nefndu myndirnar byggðar á ævi hans en Tatum var eitt sinn strippari.

Ekki hefur fengist stað­fest í hve langan tíma parið mun halda til hér á landi en veðrið leikur alla­vega við þau í borginni í dag.