Söng­konan og tísku­hönnuðurinn lét allt vaða í nýju við­tali við tíma­ritið Peop­le þar sem hún kynnir nýju sjálfs­ævi­sögu sína sem ber heitið Open Book. Hún gefur sam­bandi sínu við tón­listar­manninn John Mayer góð skil í bókinni og sagði söng­varann hafa verið hel­tekinn af henni.

„Hann sagði mér aftur og aftur að hann væri hel­tekinn af mér bæði and­lega og kyn­ferðis­lega.“ Parið hittist árið 2005 og byrjuðu saman ári seinna. Sam­band þeirra var nokkuð slit­rótt en þau héldu sam­bandi í um það bil ár. „Hann sagði að hann vildi mig eiga mig alla eða sleppa því.“

Upplifði ó­öryggi

Simp­son viður­kennir að þrátt fyrir að þau hafi átt góða tengingu hafi hún verið ó­örugg í sam­bandinu. „Ég hafði stöðugar á­hyggjur af því að ég væri ekki nógu klár fyrir hann.“ Mayer hafi verið gáfaður og hafi oft látið eins og sam­ræður væru vin­sam­leg keppni.

Ó­öryggið hafi orðið til þess að hún hafi stöðugt neytt meira á­fengis. „Þarna byrjaði ég að nota á­fengi til að fela til­finningar mínar.“ Sam­bandið endaði stuttu þar á eftir.

John Mayer var háður Jessicu Simpson á meðan þau voru í sambandi.
Fréttablaðið/Getty

Dauð­skammaðist sín

Nokkrum árum eftir að tón­lista­fólkið sleit sam­bandi sínu fór Mayer í við­tal við Play­boy þar sem hann ræddi meðal annars sam­band sitt við Simp­son. „Hún var eins og eitur­lyf fyrir mér. Kyn­lífið var sturlað, það er það eina sem ég geta sagt,“ sagði Mayer og lýsti Simp­son sem al­gerri kyn­bombu.

„Hann hélt að ég myndi vilja láta tala svona um mig.“ Það hafi verið mis­skilningur enda dauð­skammaðist Simp­son sín fyrir við­talið. „Ég skammaðist mín fyrir að amma mín myndi lesa þetta um mig.“ Hún segir við­talið hafa gert henni auð­veldara fyrir að gleyma Mayer og eyða tón­listinni hans af spilunar­listum sínum.

Sjálfs­ævi­saga Simp­son kemur út fjórða febrúar en þar fjallar hún frægðina, neysluna og kyn­ferðis­of­beldi sem hún varð fyrir í æsku.

Hér má sjá parið á góðri stundu.
Fréttablaðið/Getty