Bandaríska leikkonan Jennifer Love Hewitt greindi frá því í gær að hún og eiginmaður hennar, Brian Hallisay, ættu von á sínu þriðja barni.

Hjónin eiga fyrir soninn Atticus, sem er fimm ára, og dótturina Autumn, sem er sjö ára.

„Við höfum alltaf verið opin fyrir því að eignast þriðja barnið en okkur fannst alls ekki nauðsynlegt að það kæmi á brjálaða árinu sem heimurinn hefur gengið í gegnum núna,“ sagði Hewitt í samtali við People magazine.

„Mér líður eins og við höfum verið starfi okkar vaxin hingað til og höfum alið upp tvo mjög einstaka krakka,“ sagði Hewitt sem telur börn sín vera góðar fyrirmyndir.

Hjónin eru líkt og við má búast verulega spennt fyrir viðbótinni og segist Hewitt vera stolt af því að hafa haldið óléttunni leyndri í svo langan tíma.