Fyrrum Yankees stjarnan, Alex Rodriguez og söng- og leikkonan Jennifer Lopez eru meðal þeirra sem hafa gert tilboð í hafnaboltaliðið New York Mets sem nú er í söluferli.

Lopez og Rodrigez lögðu fram tilboðið ásamt NHL-liðinu Florida Panthers eiganda Vinny Viola, en tilboðið samsvarar tilboði Josh Harris og David Blitzer, eiganda NBA Philadelphia 76ers og NHL-liðsins New Jersey Devils. Tilboðið hljóðar upp á 1,7 milljarða dala eða tæplega 150 milljarða íslenskra króna.

Milljarðamæringurinn Steve Cohen hefur einnig lagt fram nýtt tilboð en hann dró tilboð upp á 2,6 milljarða dali til baka fyrr á þessu ári.

Rodriguez lék 22 tímabil í MLB og var þrisvar valinn verðmætasti leikmaður MLB deildarinnar. Lopez hefur átt farsælan feril í tónlistariðnaðinum og í kvikmyndaiðnaðinum.

Núverandi eigandi Met, Wilpon fjölskyldan, mun nú fara yfir tilboðin og ákveða hverjir komast áfram í aðra tilboðsumferð.