Undanfarið hefur æ oftar sést til þeirra Jennifer Lopez og Ben Affleck saman. Í erlendum slúðurmiðlum segir að „Bennifer“, eins og þau voru kölluð þegar þau voru saman fyrir tæpum tveimur áratugum, hafi tekið einkaflugvél saman frá Montana og leiðst út úr henni þegar þau lentu í Los Angeles.

Þau eru sögð hafa varið viku saman í Montana en þau fóru þangað saman eftir að þau tóku upp fyrir Vax Live tónleikana sem sýndir voru um helgina. Samkvæmt heimildum Page Six voru þau í Montana til að skemmta sér.

Þau eru þó aðeins sögð vinir, ekkert meira.

„Þau eru vinir… þau hafa alltaf verið það,“ segir einn heimildarmaðurinn.

Affleck og Lopez voru fyrst saman árið 2002 en þau kynntust við tökur á myndinni Gigli. Við lok árs 2002 voru þau trúlofuð en hættu við brúðkaupið í september árið 2003 og hættu endanlega saman árið 2004. Ætli þau séu búin að taka aftur saman?