Leikkonan Jennifer Lawrence á von á sínu fyrsta barni með gallerístanum Cooke Maroney. Talsfólk Lawrence staðfestu þungunina við tímaritið People í gær. Ekki hefur verið greint frá því hvenær nákvæmlega Lawrence á von á sér.

Í frétt Huffington Post um málið kemur fram að Lawrence og Maroney hafi verið kynnt í gegnum sameiginlega vinkonu þeirra, Lauru Simpson árið 2018. Þau trúlofuðu sig í febrúar 2019 og voru búin að gifta sig um átta mánuðum síðar.

Lawrence hefur lýst Maroney sem „bestu manneskju sem hún hefur hitt“ og sem besta vini sínum.

Lawrence og Maroney í göngutúr í maí á þessu ári.
Fréttablaðið/Getty