Banda­ríska leik­konan Jenni­fer Ani­ston var gestur spjall­þátta­stjórnandans Graham Norton um helgina og þar ræddi hún að vita­skuld gaman­þættina Fri­ends og opin­beraði að hún hefði tekið með sér minja­grip af settinu.

Norton spurði hana að sjálf­sögðu út í málið. „Þú tókst hluta af Vinum með þér var það ekki?“ og svaraði hún honum um hæl í gríni. „Ég tók þau öll fimm,“ sagði hún við hlátra­sköll á­horf­enda. „Ég tók neon kaffi­bollann frá kaffi­húsinu. Hann er í skrif­stofunni minni núna.“

Ani­ston hefur svo sannar­lega haft í nógu að snúast að undan­förnu. Hún fer meðal annars með aðal­hlut­verkið nýjum þáttum sem fram­leiddir eru sér­stak­lega fyrir hina ný­stofnuðu App­le+ streymis­veitu. Þættirnir heita „The Morning Show“ og fer hún með aðal­hlut­verk á­samt Reese Wit­her­spoon og Ste­ve Carell.

„Þetta hékk uppi í Central Perk, hægra megin við þar sem maður gekk inn. Þau spurðu mig samt alveg hvort ég vildi það ekki. Það hefði verið rosa­legt að stela því!“

Anniston var þáttur í gestunum ásamt þeim Ian McKellen, Juliu Andrews og Reese Witherspoon. Þar voru þau líka spurð spjörunum úr í spurningakeppni um þættina, sem einnig má sjá hér að neðan og er stórskemmtileg.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot