Að­dá­endur Brad Pitt og Jenni­fer Ani­ston héldu varla vatni yfir faðm­lagi fyrrum hjónanna á SAG verð­launa­há­tíðinni í nótt. Leikararnir unnu bæði til verð­launa á há­tíðinni, Ani­ston fyrir besta leik­ í aðal­hlut­verki fyrir hlutverk sitt í The Morning Show og Brad fyrir besta leikara í auka­hlut­verki fyrir leik sinn í Once Upon a Time in Hollywood.

Brad var eins og barn á jólunum þegar hann fylgdist með þakkar­ræðu Ani­ston bak­sviðs og heyra mátti leikarann segja „Ó, Vá“ þegar Ani­ston steig á svið. Ekki er ýkja langt síðan að við­brögð Ani­ston við þakkar­ræðu Brads á Golden Globe rötuðu í fréttirnar en leik­konan virtist sam­gleðjast fyrrum eigin­manni sínum inni­lega.

Vildi ekki sleppa Aniston

Óska­stund að­dáanda parsins átti sér þó stað í í fjöl­miðla­her­berginu bak­sviðs þegar sigur­vegararnir hittust og féllust í faðm­lög. Brad virtist jafn­vel hika við sleppa hendinni á Ani­ston þegar leik­konan hélt í aðra átt.

Brad og Ani­ston var ekki vel til vina eftir skilnað sinn á sínum tíma þegar Brad hóf sam­band með leik­­konunni Angelinu Joli­e. Fyrrum hjónin eru þó sögð elska og treysta hvort öðru á ný, fimm­tán árum eftir skilnað þeirra, að því er fram kemur í um­­­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun.

„Nú hafa þau endur­­­byggt tengslin og vin­átta þeirra er svo miklu meira en hún var í for­­­tíðinni, núna þegar þau eru bæði ein­hleyp,“ segir heimildar­­­maður The Sun sem er sagður vera náinn leikurunum. Hvort sem leikararnir hyggjast slá sér upp á ný eða ekki er ljóst að það er aftur kært þeirra á milli.

Það var kátt á hjalla þegar fyrrum hjónin hittust á SAG verðlaunahátíðinni.
Fréttablaðið/Getty
Leikararnir tóku bæði á móti verðlaunum á hátíðinni.
Fréttablaðið/Getty
Brad virðist ekki vilja sleppa Aniston aftur.
Fréttablaðið/Getty