Aðdáendur Friends þáttanna sem heimsóttu stúdíóið þar sem þættirnir vor teknir upp, fengu eflaust meira en þeir höfðu búist við af heimsókninni þegar Jennifer Aniston birtist upp úr þurru og hræddi úr þeim líftóruna.
Í stúdíóinu býðst aðdáendum meðal annars að setjast í sófann sem allir aðdáendur þáttanna þekkja, þar sem Rachel, Joey, Phoebe, Monica, Ross og Chandler sátu svo oft. Það sem aðdáendurnir vissu hins vegar ekki var að Jennifer hafði falið sig á bak við sófann, tilbúin að stökkva fram og bregða þeim.
Eins og má sjá á myndbandinu tókst hrekkurinn, sem var gerður til að auglýsa að Jennifer mun stjórna Ellen þætti í vikunni, mjög vel og áttu sumir erfitt með að trúa því að sjálf Rachel væri á staðnum.