Banda­ríski stór­leikarinn Jeff Brid­ges hefur greinst með eitla­krabba­mein. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter síðunni sinni.

Þar segist hann vera byrjaður í með­ferð. Bata­horfur séu góðar. Í færslunni sinni vísar hann í einn sinn þekktasta karakter, per­sónuna Dude sem hann lék í kvik­myndinni The Big Le­bowski.

Eitla­krabba­mein er tegund krabba­meins í eitlum sem eru hluti af varnar­kerfi líkamans. Brid­ges er greini­lega hvergi banginn og vísar hann til þess að hann hafi að­gang að frá­bærum læknum.

Brid­ges hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af vin­sælustu leikurum Hollywood. Hann fékk Óskars­verð­laun árið 2010 fyrir leik sinn í kvik­myndinni Crazy Heart. Þá er hann þekktur fyrir hlut­verk sín í kvik­myndum líkt og The Con­tender, Star­man, The Last Picture Show og Iron Man.