Þær systur Brit­n­ey og Jamie Lynn Spears hafa skipst á skotum á opin­berum vett­vangi undan­farna daga en Brit­n­ey er afar ó­sátt við fram­göngu yngri systur sinnar er hún kynnir nýja bók sína.

Nú hefur Jamie Lynn játað sig sigraða í færslu á Insta­gram. Þar biðlar hún til systur sinnar að binda enda á „vand­ræða­legt“ orða­skak þeirra.

Færsla Jamie Lynn á Insta­gram.
Mynd/Skjáskot

„Brit­n­ey - bjallaðu bara á mig“ segir hin 30 ára gamla Jamie Lynn í langri texta­færslu. „Ég hef marg­oft reynt að tala beint við þig og út­kljá þetta í ein­rúmi eins og systrum sæmir en þú kaust samt að gera allt fyrir opnum tjöldum.“

Hún segist alltaf hafa verið til staðar fyrir eldri systur sína, sem glímt hefur við and­lega erfið­leika og er ný­lega laus undan föður sínum sem gegndi hlut­verki lög­ráða­manns hennar um ára­bil. Jamie Lynn varði orð sín í morgun­þættinum Good Morning America þar sem hún ræddi sam­band þeirra systra.

„Á meðan, vin­sam­legast hættu að halda því fram að ég hafi ekki verið til staðar fyrir þig eða sé að skálda. Ég mun glöð deila því hve oft ég hef reynt að ná til þín, stutt þig og reynt að hjálpa þér. Þetta er vand­ræða­legt og verður að enda. Elska þig.“