Hollywoodleikarinn Jason Momoa segir að hann væri til í að leika í endur­gerð af kvik­myndinni Twins frá árinu 1988 á­samt gömlum með­leikara sínum úr Game of Thrones, Peter Dinkla­ge en leikarinn var spurður að þessu af blaða­manni dægur­frétta­miðilsins Comic­book á að­dá­enda­há­tíð í San Antonio nú á dögunum.

Kvik­myndin Twins skartaði þeim Arn­old Schwarzeneg­ger og Danny Devito í aðal­hlut­verkum og léku þeir nokkuð ó­líka tví­bura sem búnir voru til á til­rauna­stofu og svo að­skildir í barn­æsku. Sögu­þráður myndarinnar fjallar svo um endur­fundi þessara tveggja per­sóna með stór­kost­legum af­leiðingum.

„Segðu mér bara hvar ég á að skrifa undir! Al­gjör­lega. Það væri stór­kost­legt. Ég elska þessa mynd,“ sagði Momoa við blaða­manninn þegar hann var spurður að þessu. Þá sagði hann að Twitter sam­fé­lagið og aðrir net­verjar ættu að taka höndum saman til þess að láta þetta verða að veru­leika.

Dinkla­ge sjálfur hefur ekki tjáð sig um þessar hug­myndir en nokkur fjöldi net­verja hefur tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum í dag og í gær og lýst yfir spennu yfir hug­myndinni. Þá tók einn sig til og vann mynd saman af plakati upp­runa­legu myndinni þar sem hann hafði skeytt þeim Momoa og Dinkla­ge inná í stað Schwarzeneg­ger og Devito.