Bandaríska poppstjarnan Jason Derulo á von á sínu fyrsta barni með kærustunni sinni, Jenu Frumes.

Parið tilkynnti um stækkun fjölskyldunnar á Instagram í gær. Þar má sjá þau í góðu yfirlæti á strönd á Bahama-eyjum þar sem falleg kúla Frumes sést greinilega.

„Ég gæti ekki verið spenntari fyrir glænýjum kafla í lífinu," skrifar verðandi faðir á Instagram.

Derulo og Frumes kynntust í ræktinni rétt áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á á síðasta ári. Þau hafa verið dugleg að taka upp myndbönd af hvort öðru og deila þeim á TikTok.