James Hetfield, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Metallica, hefur sótt um skilnað frá konu sinni Francescu Hetfield eftir 25 ára hjónaband.

Þetta kemur fram á fréttavef TMZ en heimildarmenn blaðsins segja að Hetfield hafi sótt um skilnaðinn fyrr á þessu ári. Hjónin reyndu að halda skilnaðinum leyndum meðal annars með því að tilkynna ekki um umsóknina.

Saman eiga þau tvær dætur og einn son.

Vinsældir Metallica hafa verið miklar síðan Netflix þáttaröðin Stranger Things notaði lag þeirra „Master of Puppets“ í lokaþætti sínum en laginu var streymt meira en 17 milljón sinnum á streymisveitu Spotify eftir að þátturinn kom út.