Breski spjall­þátta­stjórnandinn James Cor­d­en bók­staf­lega elskar mynd­band af vina­hópi dansa við lag Daða Freys og gagna­magnsins Think about things. Cor­d­en endur­tísti téðu mynd­bandi í morgun við góðar endur­tektir fylgj­enda sinna.

„Ég elska þetta, ég elska þetta svo mikið,“ var yfir­skrift tístsins.

Endurgoldin ást

Daði Freyr var ekki lengi að svara Cor­d­en á Twitter og virðist ríkja mikill sam­hugur milli þessa gleði­gjafa.

„Ó James, ég elska þig líka,“ tísti Daði Freyr.

Tæpar fimm milljónir hafa nú horft á téð mynd­band þar sem banda­rískur vina­hópur á sau­tjánda degi í sótt­kví fangar stemmninguna sem Daði og fé­lagar hefðu fært Evrópu ef Söngva­keppninni hefði ekki verið af­lýst.

Hefði unnið keppnina

Líkt og al­þjóð veit var fram­lagi Ís­lands spáð sigri í ár og nýtur lagið þegar mikilla vin­sælda í heiminum. Það voru því von­brigði fyrir alla þegar til­kynnt var að Söngva­keppninni var af­lýst vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Ein­hverjir hafa tekið sig til og efnt til undir­­­skrifta­­söfnunar á vef­­síðunni Change.org til að krýna Daða og gagna­­magnið sigur­vegara keppninnar. Þykir ein­hverjum ó­­sann­gjarnt að Daði hljóti ekki topp sætið þar sem víst væri að lag hans myndi vinna.