Sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan hefur löngum verið um­deildur og vakti mikla at­hygli í þessari viku fyrir að birta einka­skila­boð frá þáttarstjórnandanum Cariline Flack, sem fannst ný­lega látin á heimili sínu. Í skila­boðunum ræðir Flack um deilur hennar við leik­konuna Jameelu Jamil, sem hefur talað opin­ber­lega gegn því net­á­reiti sem Flack varð fyrir mánuðina áður en hún lést.

Skjá­skot varpar ljósi á líðan Flack

„Hér eru skila­boð sem Caroline Flack senti mér síðast­liðinn októ­ber eftir að hin eina sanna Jameela Jamil hóf að­för gegn henni vegna nýrrar sjón­varps­þátta­seríu sem hún tók þátt í,“ sagði Morgan á Twitter.

Í skjá­skotinu sem sjón­varps­kynnirinn birti mátti lesa örstutt skila­boð frá Flack. „Ég á erfitt með Jameelu og hatrinu sem hún beinir gegn mér,“ sagði Flack á sínum tíma.

Vafa­samir þættir um lýta­að­gerðir

Skila­boðin voru send stuttu eftir að til­kynnt var að Flack myndi stýra þættinum The Sur­jury, raun­veru­leika­þætti þar sem fólk átti að sam­færa dóm­nefnd um að lýtaaðgerðir myndir gera þau hamingjusamari.

Á sínum tíma líkti Jameela þættinum við distópísku þættina Black Mirror og sagði þættina vinna gegn já­kvæðri líkams­í­mynd. Þá sagði hún gagn­rýni sína ekki beinast að Flack heldur þátta­röðinni sjálfri. „Ég sagði bara að mér þætti Sur­jury vera vafa­samur gagn­vart börnum og að þættirnir Love Is­land mættu sýna meiri fjöl­breytni,“ sagði Jameela á Twitter.

Notar látna vin­konu fyrir smelli

„Pi­ers er að nota látna konu, sem var vin­kona mín, sem at­beini til að skapa meiri á­reitni gegn mér eftir að ég er ný­búin að út­skýra að í síðustu viku hafi ég verið í sjálfs­vígs­hug­leiðingum. Þetta er á­stæða þess að hann er einn sá versti í bransanum,“ sagði Jameela og í­trekaði að gagn­rýni á þætti væru ekki gagn­rýni á þátt­tak­endur þáttanna.

„Að selja einka­skila­boð látinna vina þinna fyrir smelli nær botni sem ég hefði aldrei geta í­myndað mér að væri á færi neins,“ sagði leikkonan loks og lokaði á frekari samskipti milli hennar og Morgan.