Leikkonann Jada Pinkett Smith hefur nú opnað sig í fyrsta skipti um Óskarskinnhestinn fræga, þegar eiginmaður hennar Will Smith sló grínistann Chris Rock utan undir vegna brandara sem beindist að henni.

Hún tjáði sig um málið í þætti sínum RED Table Talk, en umfjöllunarefni þáttarins varðaði hárlossjúkdóminn sem Jada glímir við, en hann var einmitt viðfang brandara Rock sem fór fyrir brjóstið á eiginmanni hennar.

„Um Óskarsnóttina. Mín dýpsta von er sú að þessir tveir gáfuðu menn geti grætt sárin, unnið úr þessu og náð sáttum,“ sagði Jada í þættinum og bætti við „Eins og heimurinn er núna þurfum við þá báða. Við þurfum hvort annað meira en nokkru sinni fyrr,“

Skilaboð hennar varðandi málið voru stutt, en hún kláraði með því að segja „Ég og Will munum halda áfram að gera það sem við gert síðustu 28 ár. Það er að komast að leyndardómum lífsins saman. Takk fyrir að hlusta.“

Löðrungurinn fór eflaust ekki framhjá eninum í upphafi árs, en hann dróg dilk á eftir sér. Will Smith hefur hlotið bann frá Óskarsverðlaununum, en kvöldið sem hann hjó að Rock hlaut hann verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni King Richard.