Bandaríski leikstjórinn Jeff Tremaine, sem er þekktastur fyrir að Jackass kvikmyndirnar, segir Bam Margera hafa hótað sér og fjölskyldu sinni lífláti.

Margera hefur verið dæmdur til að sæta nálgunarbanni gagnvart Tremaine í þrjú ár. Greint er frá þessu í tímaritinu People.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jackass-stjarnan og hjólabrettakappinn Bam Margera kemst í kast við lögin en hann var meðal annars handtekinn á Keflavíkurflugvelli árið 2013 þegar hann rústaði Land-Cruiser bíl í eigu bílaleigunnar Hertz.

Í beiðni Tremaine um nálgunarbann kemur fram að Margera hafi byrjað að senda honum hótanir eftir að hann fékk ekki að taka þátt í fjórðu Jackass myndinni, en þá hafði hann brotið samning um að vera edrú í tökum. Bað hann aðdáendur sína að sniðganga myndina og sendi svo sjálfur ógnandi skilaboð á leikstjórann.

Margera sendi frá sér myndband á Instagram fyrir nokkru þar sem hann sagði Jackass-fjölskylduna hafa svikið sig.