Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir svara nærri í kór játandi spurningunni um hvort þau trúi á drauga. Þau eru umsjónarmenn nýrra þátta á Hringbraut sem nefnast Draugasögur. Helstu reimleikana sé ekki að finna í frægum húsum landsins heldur í heimahúsum segja þau, þótt þau komi við í hinum allra þekktustu.

Í spjalli við þau á Fréttavaktinni kemur fram að Katrín hefur verið skyggn frá unga aldri og hafa þau Stefán ferðast jafnvel út fyrir landsteinana í hús sem þekkt eru fyrir reimleika, eins og til Bandaríkjanna. Þau skoðuðu þó í fyrsta þætti Höfða í Reykjavík í krók og kima og fengu leyfi til að gista þar og segja má sem svo að húsið hafi staðið undir nafni.

Brot úr fyrsta þættinum má sjá hér að neðan: